Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Annríki í stjórnstöð og mörg útköll á sjó - 8.5.2024

TF-GRO-sjukrabill-Reykjavikurflugvollur-rampur

Töluvert annríki hefur verið í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun til að sækja sjómann sem slasaðist á hendi við störf sín um borð í fiskiskipi sem var á veiðum út af Vestfjörðum. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan 8:30 og var komin að skipinu klukkustund síðar. Þá var skipið um 20 sjómílur vestur af Sauðanesi.

Vel gekk að dæla sjó úr Gretti sterka - 6.5.2024

Image00009_1715002931273

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út vegna dráttarbátsins Grettis sterka sem lenti í vanda vegna bilunar, suðaustur af Vík, á tíunda tímanum á föstudagskvöld kvöld. Fimm voru um borð í dráttarbátnum.

Strandveiðar hófust í morgun - 2.5.2024

Image00004_1714647605924

Mikið hefur verið um að vera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun, á fyrsta degi strandveiðanna. Klukkan tíu voru á níunda hundrað skip og bátar í fjareftirliti hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Vel sóttur leitar og björgunarfundur - 29.4.2024

Image00003_1714405148573

Landhelgisgæsla Íslands hélt í morgun árlegan leitar og björgunarfund vegna leitar og björgunaratvika sjófarenda og loftfara á árinu 2023.

TF-GRO á Akureyri - 23.4.2024

8M1A0245
TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, lenti á Akureyri í gær.
Þorgeir Baldursson var með myndavélana á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum.

Freyja tók flutningaskip í tog til Húsavíkur - 17.4.2024

Received_2133746883673139

Varðskipið Freyja kom með hollenska flutningaskipið sem varð vélarvana úti fyrir Riftanga í togi til Húsavíkur í gærkvöld. Vel gekk að koma taug á milli skipanna og ferðin til Húsavíkur sóttist vel.

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips - 16.4.2024

Vardskipid-Freyja

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út ásamt áhöfninni á varðskipinu Freyju, laust fyrir klukkan þrjú í nótt, vegna erlends flutningaskips sem varð vélarvana um fjórar sjómílur út af Rifstanga. Þá var íslenskt togskip sem var í nágrenninu einnig beðið um að halda á staðinn. 

Áhöfn Freyju siglir um miðin á varðskipinu Þór - 8.4.2024

Eftirlit-3

Hjá Landhelgisgæslunni eru starfandi tvær varðskipsáhafnir sem starfa um borð á varðskipunum Þór og Freyju. Að undanförnu hefur varðskipið Freyja verið í smávægilegu viðhaldi og því hefur áhöfnin á Freyju verið við störf um borð í varðskipinu Þór.

Georg Lárusson setti Skrúfudaginn - 19.3.2024

DSCF9486

Georg Kr. Lárusson, sett hinn árlega Skrúfudag Tækniskólans sem haldinn var hátíðlegur um helgina.

Sjóliðsforingjaefni frá Úkraínu fá þjálfun um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar - 15.3.2024

IMG_5252

Ísland annast þjálfun úkraínskra sjóliðsforingjaefna um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Sjóliðsforingjaefnin hafa undanfarið verið um borð í varðskipum Gæslunnar þar sem þeir hafa fengið verklega þjálfun í siglingafræði, eftirliti og aðgerðum á hafi, m.a. leit og björgun.

TF-LIF í lögð af stað í sína síðustu ferð - 14.3.2024

LIF-a-palli

Björgunarþyrlan TF-LIF yfirgaf Reykjavíkurflugvöll í síðasta sinn í morgun. Þyrlunni var ekið norður á Akureyri og verður til sýnis á Flugsafninu þegar fram líða stundir. Þyrlan var seld í fyrra en kaupandinn eftirlét öldungaráði Landhelgisgæslunnar og Flugsafninu skrokk þyrlunnar svo hægt væri að varðveita þessa sögufrægu björgunarþyrlu.

Þyrluáhafnir á Akureyri eftir æfingu - 7.3.2024

Ahafnir_1709821643354

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og áhafnir þeirra voru samtímis á Akureyri í morgun vegna æfinga. Þyrlusveitin heldur nær daglegar æfingar en þyrlurnar eru sjaldnast á sama stað og á sama tíma, utan Reykjavíkur.

Mikilvægt að geta brugðið sér í ólík hlutverk á æfingum - 1.3.2024

IMG_5250

Æfingar skipa stóran sess í störfum áhafna varðskipa Landhelgisgæslunnar. Allir hafa sitt hlutverk og kunna réttu handtökin. Þá er einnig mikilvæg að geta skipt um hlutverk ef svo ber undir.

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts fjórtánda árið í röð - 29.2.2024

Holmar-Lara-Hreggvid-Johann-Onni-Magnus-Orn

Þetta er fjórtánda árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana og fyrir það erum við afar stolt og þakklát.

Æft í blíðunni - 26.2.2024

Image00002_1708960664604

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfði við Skriðutinda og Hagafellsjökul Eystri í blíðskaparveðri á dögunum.

Æfing Freyju og þyrlusveitar - 19.2.2024

DJI_20240217110133_0221_D

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir varðskipanna stunda reglulegar sjóbjörgunaræfingar allt árið um kring. Ein slík æfing fór fram á dögunum og meðfylgjandi myndband gefur áhugaverða innsýn inn í hlutverk áhafna varðskipanna á slíkri æfingu. 

Síða 1 af 2