Köfunarsveit

  • Oliu-kafari

Köfunarsveit er hluti aðgerðasviðs sem sinnir verkefnum á sviði köfunar. Er þar um að ræða starfsmenn sem hlotið hafa sérþjálfun og öðlast réttindi til að vinna við köfun en eru fastir starfsmenn í öðrum einingum.

Við verkefni kafaranna er notað aðflutt loft og eru því aldrei færri en tveir kafarar sem sinna hverju verkefni. Til að tryggja hámarksöryggi er ætíð kafað með línu, einn kafar en hinn sér um eftirlit með lofti og heldur uppi stöðugum samskiptum við þann sem er að kafa sem og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Kofun_Kleifarvatn-08.08.11-311

Helstu verkefni köfunarsveitar eru eftirfarandi:

  • Öryggisleit neðansjávar 
  • Öryggiskafanir með þyrlum Landhelgisgæslunnar 
  • Sprengjueyðing neðansjávar
  • Veiðarfæri skorin úr skipum
  • Viðgerðir neðansjávar á varðskipum
  • Sprengjuleit vegna komu skipa frá aðildarríkjum NATO