Útför Guðmundar H. Kjærnested skipherra
Þriðjudagur 13. september 2005.
Guðmundur H. Kjærnested skipherra var borinn til grafar í dag en hann lést 2. september sl. 82 ára að aldri. Útförin fór fram frá Hallgrímskirkju. Guðmundur var oft nefndur þjóðhetja vegna vasklegrar framgöngu í þorskastríðunum. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segir um hann í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í dag:
Guðmundur varð þjóðfrægur fyrir skipstjórn sína og ávann sér mikla virðingu og vinsældir fyrir framgöngu á hættu- og spennutímum. Hann var fylginn sér af hógværð og festu og farsæll skipherra. Mér er ljúft að votta minningu Guðmundar virðingu og færa honum þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu íslensku þjóðarinnar. Fyrir framgöngu manna á borð við hann nýtur Landhelgisgæsla Íslands óskoraðs trausts.
Í Morgunblaðinu er birt æviágrip Guðmundar. Þar segir:
Guðmundur stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1939-41. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1949 og skipstjóraprófi á varðskipum ríkisins árið 1953. Guðmundur var háseti á
Guðmundur Kjærnested skipherra í brúnni á Tý er hann lagði upp í síðustu sjóferðina sem skipherra.
Kristján Þ. Jónsson, Tómas Helgason, Ingvar Kristjánsson og Hjalti Sæmundsson til vinstri og Halldór Gunnlaugsson, Hafsteinn Heiðarsson, Ólafur Pálsson og Leif Brydde til hægri bera kistuna. Myndina tók Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins.
Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./upplýsingaftr.