Flugvél LHG fylgist einnig með eldstöðvum landsins

  • _MG_3695

Fimmtudagur 10. janúar 2013

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í gær yfir Öskjuvatn, Grímsvötn og Kötlu til að kanna aðstæður á svæðinu með  hitamyndavél,  eftirlits- og leitarratsjá flugvélarinnar. Af fenginni reynslu hafa starfsmenn á flugvélinni TF-SIF breytt starfsvenjum sínum talsvert. Í stað þess að einblína á ferðir sjófarenda þá eru hreyfingar Íslands einnig orðnar viðfangsefni, einkum m.t.t. jarðhræringa sem geta varðað almannaheill. Má þar nefna eldana á Fimmvörðuhálsi, Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum sem standa okkur næst í tíma, en í þeim hamförum stóðu áhafnir TF-SIF í fremstu línu varðandi gagnaöflun og almannavarnir.

IR-mynd-vok-i-Oskjuvatni
Fyrir miðju sést vök í Öskjuvatni 9. janúar 2012

03042012_Askja1
Askja mynd 2. apríl 2012

Í fluginu voru aðstæður til myndatöku ágætar yfir Öskjuvatni en m.a. var flogið yfir til að afla gagna til samanburðar við myndir sem teknar voru í byrjun apríl 2012. Þá kom í ljós að Öskjuvatn var orðið íslaust og óskaði almannavarnadeild RLS þá eftir flugi TF-SIF yfir vatnið. Þótti óvanalegt að vatnið væri íslaust að vori til en þá hafði um skeið verið óvenjuhlýtt á landinu. Önnur vötn á hálendinu  t.d.  Hágöngulón, og Mývatn voru þrátt fyrir það ekki íslaus. Mynd frá fluginu í apríl 2012 eru með hér til samanburðar við myndir sem teknar voru í gær.

Askja-ur-austri
Askja úr austri 9. janúar 2013

_MG_3255
Stýrimaður vinnur úr upplýsingum sem aflað er með hitamyndavél,  eftirlits- og leitarratsjá.

Í eftirlitsfluginu voru aðstæður til radarmyndatöku ekki sem bestar yfir Grímsvötnum og Kötlu og erfitt er að segja til um hvort breyting hefur orðið á yfirborði jökulsins. Voru upplýsingar sendar til almannavarna og jarðvísindamanna.

Grimsvotn-ur-fjarlaegd
Grímsvötn  úr fjarlægð 9. janúar 2012

Andlit-Kotlu-gomlu
Ásýnd Kötlu 9. janúar 2013

Myndir áhöfn TF-SIF og Árni Sæberg.