Aukning í útköllum flugdeildar
Þriðjudagur 3. júlí 2012
Samkvæmt upplýsingum frá flugrekstrardeild voru þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út 26 sinnum í júní vegna sjúkraflutnings, leitar, björgunar auk aðstoðar við lögreglu og slökkvilið. Samtals voru fluttir 22 sjúklingar. Flest útköllin voru vegna sjúkraflutnings eða samtals 17.
Til samanburðar má nefna að á sama tímabili árið 2011 voru þyrlurnar kallaðar út 17 sinnum þar sem 6 útköll voru vegna sjúkraflutnings. Á tímabilinu voru fluttir 15 sjúklingar með þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Sjá nánar töflur hér fyrir neðan.
Útköll í júní 2012 voru samtals 26 og skiptast þannig:
Sjó | Land | Óbyggðir | |
SAR (leit og björgun) | 3 | 2 | 1 |
EMS (sjúkraflutningur) | 2 | 11 | 4 |
Annað | 1 | 1 | 1 |
Af þessum 26 útköllum var farið í 21, þ.e. 5 útköll afturkölluð.
Júní 2011 skiptist þannig: Samtals 17 útköll
Sjó | Land | Óbyggðir | |
SAR | 1 | 5 | 5 |
EMS (sjúkraflutningur) | 3 | 2 | 1 |
Annað | 0 | 0 | 0 |
Af þessum 17 útköllum var farið í 16, þ.e. 1 útkall afturkallað og fluttir 15 sjúklingar.
Mynd Baldur Sveinsson.