Varðskipið ÞÓR og HMS ST ALBANS æfa saman í Hvalfirði

  • THOR_MERLI3

Mánudagur 7. maí 2012

Varðskipið Þór tók í dag þátt í björgunaræfingu í Hvalfirði með bresku freigátunni St. Albans og MERLIN þyrlu hennar. Að lokinni æfingu fór fram athöfn til minningar um þá fjölmörgu sem fórust í skipalestum sem leið áttu um Norður Atlantshafið í seinni heimstyrjöldinni.

Vináttuheimsókn bresku freigátunnar St. Albans er mikilvægur liður í samstarfi Landhelgisgæslunnar við samstarfsaðila á Norður Atlantshafi og átti skipherra St. Albans, Commander T.G. Sharpe stuttan fund með Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem rædd var samvinna þjóðanna í öryggis-, eftirlits-, leitar- og björgunarmálum. Nauðsynlegt er að æfa reglulega saman og vera viðbúin ef óhöpp verða á hafsvæðinu.

Fundur_STALBANS
Frá fundi Georgs Kr. Lárussonar forstjóra Landhelgisgæslunnar með skipherra St. Albans, Commander T.G. Sharpe

Síðastliðin ár hefur St. Albans sinnt verkefnum á Aden flóa, að verja skipalestir fyrir sjóræningaárásum. Hefur skipið því að undanförnu verið í talsvert ólíkum verkefnum. Fyrir komuna til Íslands tók skipið þátt í fjölþjóðlegri æfingu við Skotland og er nú á leið til Hamborgar þar sem skipið mun síðar í maí taka þátt í hafnarhátíð sem mun fara fram í borginni.

HMSAlban_heims
HMS ST ALBANS

THOR3
Varðskipið ÞÓR

Merlin_STALBANS
MERLIN þyrla ST ALBANS

THOR_MERLI2
Björgunaræfingin stendur yfir

THOR_MERLI1
THOR_MERLI6
Merlin þyrlan flýgur yfir V/S ÞÓR

Minnathofn
Breski sendiherrann á Íslandi, Ian Whitting flytur ávarp. Við hlið hans stendur skipherra ST. ALBANS, Commander T.G. Sharpe.

Minnathofn2
Prestur flytur minningarorð. Áhöfn ST. ALBANS stendur heiðursvörð

Minnathofn3
Blómakrans til minningar um þá sem létu lífið í skipalestum á N-Atlantshafi

Minnathofn5
Minningarathöfnin

Minnathofn1
Yfirmenn ST. ALBANS standa heiðursvörð

Minnathofn4
Varðskipið ÞÓR meðan á minningarathöfn stóð

THOR4
Varðskipið ÞÓR siglir upp að hlið ST. ALBANS

Sendih_skipherra
Farthegar_sottir1
Gestir búa sig undir að fara um borð í v/s ÞÓR

Farthegar_sottir2
Áhöfn v/s ÞÓR tekur á móti gestunum

HMS_STALBANS
ST. ALBANS