Varðskipið ÞÓR og HMS ST ALBANS æfa saman í Hvalfirði
Mánudagur 7. maí 2012
Varðskipið Þór tók í dag þátt í björgunaræfingu í Hvalfirði með bresku freigátunni St. Albans og MERLIN þyrlu hennar. Að lokinni æfingu fór fram athöfn til minningar um þá fjölmörgu sem fórust í skipalestum sem leið áttu um Norður Atlantshafið í seinni heimstyrjöldinni.
Vináttuheimsókn bresku freigátunnar St. Albans er mikilvægur liður í samstarfi Landhelgisgæslunnar við samstarfsaðila á Norður Atlantshafi og átti skipherra St. Albans, Commander T.G. Sharpe stuttan fund með Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem rædd var samvinna þjóðanna í öryggis-, eftirlits-, leitar- og björgunarmálum. Nauðsynlegt er að æfa reglulega saman og vera viðbúin ef óhöpp verða á hafsvæðinu.
Frá fundi Georgs Kr. Lárussonar forstjóra Landhelgisgæslunnar með skipherra St. Albans, Commander T.G. Sharpe
Síðastliðin ár hefur St. Albans sinnt verkefnum á Aden flóa, að verja skipalestir fyrir sjóræningaárásum. Hefur skipið því að undanförnu verið í talsvert ólíkum verkefnum. Fyrir komuna til Íslands tók skipið þátt í fjölþjóðlegri æfingu við Skotland og er nú á leið til Hamborgar þar sem skipið mun síðar í maí taka þátt í hafnarhátíð sem mun fara fram í borginni.
HMS ST ALBANS
Varðskipið ÞÓR
MERLIN þyrla ST ALBANS
Björgunaræfingin stendur yfir
Merlin þyrlan flýgur yfir V/S ÞÓR
Breski sendiherrann á Íslandi, Ian Whitting flytur ávarp. Við hlið hans stendur skipherra ST. ALBANS, Commander T.G. Sharpe.
Prestur flytur minningarorð. Áhöfn ST. ALBANS stendur heiðursvörð
Blómakrans til minningar um þá sem létu lífið í skipalestum á N-Atlantshafi
Minningarathöfnin
Yfirmenn ST. ALBANS standa heiðursvörð
Varðskipið ÞÓR meðan á minningarathöfn stóð
Varðskipið ÞÓR siglir upp að hlið ST. ALBANS
Gestir búa sig undir að fara um borð í v/s ÞÓR
Áhöfn v/s ÞÓR tekur á móti gestunum
ST. ALBANS