Ný kort gefin út af Sjómælingasviði
Þriðjudagur 10. janúar 2011
Landhelgisgæsla Íslands – Sjómælingasvið hefur gefið út tvö ný sjókort, nr. 10 og 15, ásamt nýrri útgáfu af Kort 1 – Tákn og skammstöfunum í íslenskum sjókortum.
Sjókortin eru kort nr. 10 (INT-112) Ísland – Grænland, mælikvarði 1:3 500 000 og nr. 15 Ísland – Efnahagslögsaga, mælikvarði 1:2 000 000.
Kort nr. 10 er alþjóðleg útgáfa sem áður var gefin út af Þýsku sjómælingunum. Þjóðverjar báðust undan því að gefa út tvö sjókort af N-Atlantshafinu og varð að samkomulagi að Ísland tæki við útgáfunni á þessu sjókorti og Norðmenn tækju að sér útgáfu á INT – 113, Grænlandshaf, sjá mynd.
Með útgáfu þessa sjókorts hefur Landhelgisgæslan gefið út öll alþjóðleg kort (INT kort) sem stofnun hefur tekið að sér eða samtals 14.
Kort nr. 15, Ísland – Efnahagslögsaga
Nýja kortið nr. 15, Ísland – Efnahagslögsaga er eina íslenska sjókortið sem sýnir alla íslensku efnahagslögsöguna.
INT112, Ísland – Grænland
Ný útgáfa af Korti 1, Tákn og skammstöfunum í íslenskum sjókortum, kemur í stað eldri útgáfunnar frá árinu 2001. Þessi nýja útgáfa hefur að geyma mikið af breytingum og nýjum táknum.
Kort 1, Tákn og skammstafanir