Varðskipið ÞÓR afhent Landhelgisgæslunni

Föstudagur 23. september 2011
 
Varðskipið Þór var afhent Landhelgisgæslu Íslands við hátíðlega athöfn í dag kl. 11:45 að staðartíma (kl. 14:45 að íslenskum tíma) í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Viðstödd athöfnina voru Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar sem veitti skipinu viðtöku og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu.  Við athöfnina flutti Georg Kr. Lárusson ávarp þar sem hann ræddi þann mikilvæga áfanga sem náðst hefur með smíði varðskipsins.  Rear Admiral Andrés Fonzo forstjóri Asmar skipasmíðastöðvarinnar afhenti Landhelgisgæslunni formlega varðskipið Þór og gengu að því loknu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og áhöfn um borð í skipið. Staðinn var heiðursvörður og dró skipherra íslenska fánann að húni undir íslenska þjóðsöngnum.THOR8
ÞÓR prýddur fánum á afhendingardegi

Í ræðu sinni þakkaði Georg starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og starfsmönnum Asmar skipsamíðastöðvarinnar innilega fyrir framúrskarandi störf meðan á smíðaferlinu hefur staðið. Smíði skipsins hófst fyrir fjórum árum eða í október 2007 og hefur verkið gengið mjög vel og er kostnaður innan heildaráætlunar.  Vegna jarðskjálftans í febrúar 2010 og flóðbylgjunnar sem reið yfir í kjölfarið varð seinkun á smíðaferlinu þar sem miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni en með einbeittum vilja og samstilltu átaki allra er skipið nú afhent og markar um leið sögulega stund í starfsemi Landhelgisgæslunnar. 

IMG_7479
Heiðursvörður við komu Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins og Georgs Kr. Lárussonar forstjóra LHG
í ASMAR skipasmíðastöð sjóhersins í Chile.

IMG_7487
IMG_7516
Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG heilsar  RAdm. Matías Purcell,
Commander in Chief of the Second Naval District,

FTG_8320
Formleg undirskrift samnings vegna afhendingar v/s ÞÓR. Georgs Kr. Lárusson
forstjóri LHG, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins
ásamt  Commander in Chief of the Second Naval District,  RAdm. Matías Purcell.

FTG_8334
Georgs Kr. Lárusson forstjóri LHG skrifar undir samninginn.


FTG_8359
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins og
Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG, koma til afhendingar skipsins í fylgd Christian Johnson framkvæmdastjóra ASMAR skipasmíðastöðvarinnar.


THOR1
Heiðursvörður starfsmanna Landhelgisgæslunnar

Þetta öfluga varðskip er tákn um nýja tíma. Varðskipin Ægir og Týr hafa þjónað Íslendingum dyggilega í 40 ár en með komu Þórs er stigið nýtt skref í  öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins, hvort sem er á sviði auðlindagæslu, fiskveiðieftirlits, löggæslu, leitar eða björgunar.  Varðskipið er sérstaklega hannað með þarfir Íslendinga og framtíðaráskoranir á Norður Atlantshafi í huga. Skipið verður öflugur hlekkur í keðju björgunaraðila á Norður Atlantshafi og stóreykur möguleika Landhelgisgæslunnar á hafinu.

Nú tekur við sigling til Íslands sem notuð verður í að kynnast skipinu og þjálfa áhöfnina.  Áætluð koma til hafnar í Reykjavík er þann 27. október nk.



THOR2

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp

THOR_skjoldur
Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu afhjúpaði
skjöld skipsins ásamt Rear Admiral Andrés Fonzo forstjóra Asmar skipasmíðastöðvarinnar


THOR6
Gestir við athöfnina.


THOR4
Erlendir blaðamenn ræða við Georg og Ragnhildi. Við hlið þeirra er
Nedith Valenzuela starfsmaður Landhelgisgæslunnar í Chile.

Afhend2_23092011-(15)
Ragnhildur Hjaltadóttir heilsar upp á áhöfnina

Afhend2_23092011-(13)
Skipið fékk fjölmargar gjafir í tilefni dagsins m.a. myndaalbúm sem sýnir
sögu smíðinnar

Afhend2_23092011-(10)
Málverk af ÞÓR og sýnir skipið í skipasmíðastöðinni

Afhend2_23092011-(7)
Áhöfnin stillir sér upp fyrir fjölmiðlaJMA_5804