Minningarathöfn í Baldri

  • Baldur_2074.__7._agust_2007

Miðvikudagur 2. Febrúar 2011

Baldur, sjómælinga- og eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar sigldi á mánudag með skildmenni farþega og áhafnar flugvélarinnar Glitfaxa,  sem fórst fyrir 60 árum í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli.

Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur tók til máls og blessaði hina votu gröf, sem leynist í Faxaflóa. Áður en snúið var heim dreifðu ættingjarnir blómum yfir hafið til minningar um þau sem fórust í flugslysinu.

IMG_1136JPa
Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur blessar hina votu gröf

IMG_1138_JPa
Blómakrans til minningar um þau sem fórust með Glitfaxa