Yfirmaður flughers Bandaríkjamanna i Evrópu heimækir Landhelgisgæsluna
Miðvikudagur 22. September 2010
Roger Brady hershöfðingi og yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu kom í heimsókn til Landhelgisgæslunnar í morgun ásamt fylgdarliði. Tók Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar á móti honum og fékk hann kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar og helstu verkefnum.
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur á móti Roger Brady
Kom Brady til landsins í gær og heimsótti bandarísku flugsveitina sem er hér á landi og sinnir loftrýmisgæslu til 24. september. Brady fór af landi brott síðdegis en hann er staðsettur í Rammstein í Þýskalandi þar sem höfuðstöðvar flughers Bandaríkjanna í Evrópu eru til staðar.
Roger Brady, hershöfðingi heilsar Sigurði Ásgrímssyni, deildarstjóra
tæknideildar Landhelgisgæslunnar
Sigurður Ásgrímsson, deildarstjóri tæknideildar, Svanhildur Sverrísdóttir starfsmannastjóri heilsar Randy Helbach varnarmálafulltrúa bandaríska
sendiráðsins og Höskuldur Ólafssson tæknistjóri Landhelgisgæslunnar.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kynna fyrir gestum
starfsemi Landhelgisgæslunnar.