Varðskipið Óðinn í sinni síðustu ferð?
Mánudagur 19. júní 2006.
Færeyski togarinn Sancy er nú kominn til hafnar á Eskifirði þar sem lögreglan er að rannsaka meint brot skipstjórans í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Eins og fram hefur komið í fréttum notaði skipherrann á varðskipinu Óðni tækifærið, er hann sigldi skipinu áleiðis til Hull í Bretlandi, að sigla um svæði þar sem erlendir togarar hafa verið grunaðir um að halda sig án leyfis og tilkynninga.
Meðfylgjandi myndir tók Vala Agnes Oddsdóttir um borð í varðskipinu Óðni í gærkvöldi og nótt en þar lenti forstjórinn
Forstjórinn var um borð í Óðni þar sem varðskipið er á leiðinni til Hull í Bretlandi þar sem fyrirhugað er að afhjúpa minnisvarða eftir Steinunni Þórarinsdóttur listakonu. Með því er minnst breskra og íslenskra sjómanna sem hafa farist á Íslandsmiðum, einnig þeirra sem bjargað hefur verið og björgunarmanna þeirra. Jafnframt er verið að minnast þess að 30 ár eru liðin frá lokum síðasta þorskastríðs. Athöfnin verður 23. júní í
Óðinn heldur svo til baka til Íslands þar sem skipið verður úti fyrir Vík í Mýrdal þann 30. júní en þar verður samskonar minnisvarði afhjúpaður. Reiknað er með að þetta verði síðasta ferð Óðins í þágu Landhelgisgæslunnar þótt erfitt sé að fullyrða um það á þessari stundu. Óðinn kom til Íslands 27. janúar 1960 og því eru liðin 46 ár frá því að hann var fyrst gerður út í nafni íslenska ríkisins.
Fyrsti júlí verður svo stór dagur í sögu Landhelgisgæslunnar en þá taka ný lög um Landhelgisgæslu Íslands gildi. Þau voru samþykkt á Alþingi 3. júní sl. Sjá lögin á heimasíðu Alþingis á slóðinni:
http://althingi.is/altext/132/s/1520.html
og lagafrumvarpið með greinargerð á slóðinni:
http://www.althingi.is/altext/132/s/1024.html
Þar kemur fram að daginn sem lögin taka gildi á Landhelgisgæsla Íslands 80 ára afmæli.
Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.
Georg Kr. Lárusson lenti óvænt í skýrslugerð og lögfræðilegum pælingum í nótt.
Sigurður Steinar Ketilsson skipherra ræðir við varðstjóra í stjórnstöðinni.
Forstjórinn fylgir sínum mönnum úr hlaði er þeir voru að gera sig klára til að halda út í Sancy.
Hreinn Vídalín háseti, ........................ og Pálmi Jónsson stýrimaður.