Fréttayfirlit

Fjölmenni á flugslysaæfingu

20241116_115711

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru meðal þeirra 500 þátttakenda á flugslysaæfingu Isavia á Keflavíkurflugvelli um helgina.

Stórstreymi og norðan óveður

Vedur-olduspa

Nú er stækkandi straumur og verður stórstreymt næstkomandi sunnudag.

Framkvæmdir við flugskýli Landhelgisgæslunnar

Snjobraedsla-flughlad

Þau sem hafa ekið framhjá flugskýli Landhelgisgæslunnar í vikunni hafa eflaust tekið eftir fjölmörgum vinnuvélum og starfsfólki sem vinnur nú í kappi við tímann að koma nýrri snjóbræðslu fyrir á flughlaðinu. 

Eftirlit á síldarmiðum

Eftirlit-sild

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur að undanförnu annast eftirlit á síldarmiðum austur af landinu. Þar hafa nokkur færeysk síldveiðiskip verið að veiðum. 

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall vegna slasaðs skipverja

YD9A0975

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti skipverja sem slasaðist á hendi við vinnu um borð í fiskiskipi sem var við veiðar norður af Siglufirði í gærkvöld. Áhöfn skipsins hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, tilkynnti um atvikið og sigldi í átt að Siglufirði. Við nánara mat á ástandi mannsins, og þar sem löng sigling var til Siglufjarðar og veðurspá slæm, var ákveðið að sækja hann með þyrlu.

Umfjöllun um þyrlusögu Landhelgisgæslunnar

Benni-Landinn

Þyrlusaga flugdeildar Landhelgisgæslu er rakin í nýrri og glæsilegri bók sem ber titilinn Til taks. Í bókinni er sagt frá baráttunni fyrir því að fá björgunarþyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina og æði misjafnar.

Fiskibátur strandaði í utanverðum Súgandafirði

Strand-vid-Sugandafjord

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í morgun vegna fiskibáts sem strandaði við utanverðan Súgandafjörð. 

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall vegna slyss um borð í fiskiskipi

Utkall-fiskiskip

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust fyrir klukkan sjö í gærkvöld vegna slyss sem varð um borð í fiskiskipi í utanverðum Húnaflóa. Þar hafði skipverji slasaðist á fæti og var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hann á Landspítalann. 

USS Indiana kom í stutta þjónustuheimsókn

IMG_5826

Áhöfnin á varðskipinu Freyju fylgdi bandaríska kafbátnum, USS Indiana, um landhelgina í vikunni. Kafbáturinn var hingað kominn í stutta þjónustuheimsókn og áhafnarskipti. Áhafnarskiptin fóru fram í Stakksfirði.

Norrænar strandgæslur funduðu í Eyjum

NCGC-i-Vestmannaeyjum

Árlegur fundur forstjóra strandgæslna í norrænu löndunum var haldinn í Vestmannaeyjum á dögunum. Saga Landhelgisgæslunnar tengist Vestmannaeyjum órjúfanlegum böndum og því þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum að þessu sinni.

Northern Challenge hafin

Seradgerdasveit-LHGTh

Sprengjusérfræðingar frá 17 löndum munu á næstu tveimur vikum æfa viðbrögð við ýmsum ógnum á hinni árlegu Northern Challenge. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar annast og skipuleggur.

Samstarf þjálfunardeilda Icelandair og Landhelgisgæslu Íslands

Iceair-og-LHG

Icelandair og Landhelgisgæsla Íslands hafa skrifað undir samning um samstarf í þjálfunarmálum. Þótt flugrekstur þessara aðila sé í eðli sínu ólíkur eru fjölmargir sameiginlegir snertifletir sem snúa að reglubundinni þjálfun áhafna þar sem öryggi er ávallt í fyrsta sæti. 

Nokkuð um borgarís úti fyrir Vestfjörðum

Borgaris_1726152840791

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa fengið fjölmargar tilkynningar um borgarísjaka vestur og austur af Vestfjörðum í vikunni. Siglingaviðvaranir hafa verið sendar sjófarendum vegna ísjakanna.

Leitað á Vogaheiði í síðasta mánuði

Nordur-Vikingur12764

Eitt af verkefnum séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar er að eyða sprengjum sem finnast á landi og á hafinu umhverfis landið.

Norður Víkingi 2024 lokið

Nordur-Vikingur13182

Varnaræfingunni Norður Víkingi 24 er lokið. Megintilgangur æfingarinnar var að æfa varnir mikilvægra mannvirkja, varnir sjóleiða umhverfis Ísland, leit og björgun, gistiríkjastuðning og samhæfingu stofnana. Norður Víkingur er reglubundin tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja.

Aðgerðir á sjó samhæfðar

1-Nordur-Vikingur12631

Áhöfnin á varðskipinu Þór, sérsveit ríkislögreglustjóra, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og liðsmenn bandaríska sjóhersins hafa í vikunni æft aðgerðir á sjó, þar á meðal uppgöngu í skip og eftirför, sem er liður í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst í vikunni. 

Síða 1 af 7