Fréttayfirlit
Fallbyssuæfing um borð í Þór

Fallbyssan á varðskipinu Þór er ekki í mikilli notkun, sem betur fer. Af og til þarf þó að rifja upp réttu handtökin þegar kemur að notkun fallbyssunnar.
Þyrlusveit kölluð út vegna veikinda norður af Hornströndum

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna veikinda um borð í íslensku skipi sem statt var um 60 sjómílur norður af Hornströndum í gærmorgun.
Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu

Landhelgisgæslan hvetur eigendur skipa og báta til að huga vel að þeim vegna þess veðurs sem gengur yfir landið.
Tilkynningar til sjófarenda komnar út

Landhelgisgæslan gaf í dag út fyrstu útgáfu þessa árs af Tilkynningum til sjófarenda, en þær innihalda m.a. upplýsingar um sjókort og leiðréttingar þeirra auk annarra upplýsinga er varða öryggi í siglingum.
Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu vegna stórstreymis og slæmrar veðurspár

Slæm veðurspá er í kortunum næstu daga en Veðurstofan hefur gefið út veðurviðvaranir fyrir landið auk þess sem stormviðvaranir eru í gildi fyrir svo til öll spásvæði til sjávar. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.
Þyrlusveit og björgunarskip kölluð út vegna fiskibáts í vanda

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá fiskibáti sem staddur var um hálfa sjómílu undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi um klukkan fimm í morgun.
Gunnar flugstjóri á TF-SIF

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hefur annast eftirlit með lögsögunni í vikunni. Flug dagsins markaði tímamót því Gunnar Guðmundsson flaug sitt fyrsta flug sem flugstjóri á TF-SIF.
Enn eitt metárið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2024. Alls var sveitin kölluð 334 sinnum út í fyrra sem er 31 útkalli meira en árið 2023. Af útköllunum 334 voru 135 farin á fyrsta forgangi og 150 á öðrum forgangi.
Finnland sinnir loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn

Flugsveit finnska flughersins er væntanleg til landsins í lok janúar, en þá hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin samanstendur af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að 50 liðsmönnum.
Tundurduflinu eytt í Eyjafirði

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eyddi tundurduflinu sem kom í land í gær á Akureyri eftir að hafa komið í veiðarfæri fiskiskips. Duflinu var eytt í Eyjafirði um hádegisbil.
Séraðgerðasveit kölluð út vegna tundurdufls

Tundurduflið sem kom í veiðarfæri togara var í kvöld dregið út í Eyjafjörð og því komið fyrir á stað þar sem því verður eytt í birtingu á morgun.
Tilkomumikið slökkvikerfi Freyju prófað

Varðskipið Freyja hefur reynst sérlega vel þau rúmu þrjú ár sem það hefur verið í flota Landhelgisgæslunnar. Skipið er vel tækjum búið og þar sem meðal annars að finna öflugar slökkvibyssur sem eru ákaflega afkastamiklar.
Jónas Karl Þorvaldsson sæmdur riddarakrossi

Jónas KarlÞorvaldsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, var í gær sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Annáll Landhelgisgæslu Íslands 2024

Þótt ótrúlegt megi virðast er árið 2024 á enda og árið 2025 handan við hornið. Árið sem nú er að líða hefur verið tíðindaríkt í starfi Landhelgisgæslunnar og verkefnin sem starfsfólk hefur fengist við verið bæði fjölbreytt og og krefjandi.
Ítalskur liðsforingi kynntist störfum Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu samstarfi. Eitt þessara samstarfsverkefna felur í sér að starfsfólki strandgæslna gefst tækifæri til að fræðast um verkefni sambærilegra stofnanna í öðrum Evrópulöndum
Jólagleði um borð í varðskipinu Þór

Áhöfnin á varðskipinu Þór kom saman á vetrarsólstöðum og hélt sín árlegu litlu jól og jólabingó.
- Fyrri síða
- Næsta síða