Fréttayfirlit
Gunnar flugstjóri á TF-SIF
Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hefur annast eftirlit með lögsögunni í vikunni. Flug dagsins markaði tímamót því Gunnar Guðmundsson flaug sitt fyrsta flug sem flugstjóri á TF-SIF.
Enn eitt metárið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2024. Alls var sveitin kölluð 334 sinnum út í fyrra sem er 31 útkalli meira en árið 2023. Af útköllunum 334 voru 135 farin á fyrsta forgangi og 150 á öðrum forgangi.
Finnland sinnir loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn
Flugsveit finnska flughersins er væntanleg til landsins í lok janúar, en þá hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin samanstendur af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að 50 liðsmönnum.
Tundurduflinu eytt í Eyjafirði
Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eyddi tundurduflinu sem kom í land í gær á Akureyri eftir að hafa komið í veiðarfæri fiskiskips. Duflinu var eytt í Eyjafirði um hádegisbil.
Séraðgerðasveit kölluð út vegna tundurdufls
Tundurduflið sem kom í veiðarfæri togara var í kvöld dregið út í Eyjafjörð og því komið fyrir á stað þar sem því verður eytt í birtingu á morgun.
Tilkomumikið slökkvikerfi Freyju prófað
Varðskipið Freyja hefur reynst sérlega vel þau rúmu þrjú ár sem það hefur verið í flota Landhelgisgæslunnar. Skipið er vel tækjum búið og þar sem meðal annars að finna öflugar slökkvibyssur sem eru ákaflega afkastamiklar.
Jónas Karl Þorvaldsson sæmdur riddarakrossi
Jónas KarlÞorvaldsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, var í gær sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Annáll Landhelgisgæslu Íslands 2024
Þótt ótrúlegt megi virðast er árið 2024 á enda og árið 2025 handan við hornið. Árið sem nú er að líða hefur verið tíðindaríkt í starfi Landhelgisgæslunnar og verkefnin sem starfsfólk hefur fengist við verið bæði fjölbreytt og og krefjandi.
Ítalskur liðsforingi kynntist störfum Landhelgisgæslunnar
Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu samstarfi. Eitt þessara samstarfsverkefna felur í sér að starfsfólki strandgæslna gefst tækifæri til að fræðast um verkefni sambærilegra stofnanna í öðrum Evrópulöndum
Jólagleði um borð í varðskipinu Þór
Áhöfnin á varðskipinu Þór kom saman á vetrarsólstöðum og hélt sín árlegu litlu jól og jólabingó.
Tilkynningar til sjófarenda komnar út í þrettánda sinn á árinu
Landhelgisgæslan gaf í dag út nýjustu Tilkynningar til sjófarenda en um er að ræða 13. útgáfu þessa árs. Tilkynningar til sjófarenda innihalda m.a. upplýsingar um sjókort og leiðréttingar þeirra auk annarra upplýsinga er varða öryggi í siglingum. Í þessari útgáfu Tilkynninga til sjófarenda er m.a. greint frá útgáfu á nýju hafnarkorti fyrir Drangsnes sem Landhelgisgæslan gaf einnig út í dag.
Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst að bjarga hval sem var fastur í legufæri
Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst nú síðdegis að bjarga hval sem hafði fest sig í legufæri norður af Viðey. Á sjötta tímanum náðist loks að skera á tógið og dýrið synti í burtu frjálst ferða sinna. Hvalurinn virtist frelsinu feginn eftir raunir næturinnar og dagsins.
Þór fluttur með Freyju
Gamli Þór, björgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, var flutt með varðskipinu Freyju frá Vestmannaeyjum vestur á firði þar sem skipið kemur til með að öðlast nýtt líf í þjónustu björgunarsveitarinnar Kofra á Súðavík. Þór var hífður um borð í Freyju við Binnabryggju í Eyjum og haldið með skipið á Ísafjörð. Vel fór um björgunarskipið við bakborðs lunningu á aðalþilfari varðskipsins.
Horft til baka: Björgun Barðans
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin.
Tilkynningar til sjófarenda komnar út
Eitt af lögbundnum hlutverkum Landhelgisgæslunnar eru sjómælingar (dýptarmælingar) og sjókortagerð fyrir íslenskt hafsvæði ásamt útgáfu annarra sjóferðagagna og eru þessi verkefni í höndum sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar stofnunarinnar.
Sjávarfallatöflur 2025 og Sjávarfallaalmanak 2025
Landhelgisgæslan hefur gefið út ritin Sjávarfallatöflur 2025 og Sjávarfallaalmanak 2025 sem fáanleg eru hjá söluaðilum sjókorta.
- Fyrri síða
- Næsta síða