Skorið úr skrúfu grásleppubáts
Kafarar varðskipsins Týs skáru úr skrúfu Grásleppubáts út af Vatnsleysuvík.
16.4.2020 Kl: 15:31
Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð út vegna grásleppubáts sem hafði fengið tóg í skrúfuna út af Vatnsleysuvík í hádeginu. Skipstjóri bátsins var í sambandi við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir aðstoð. Varðskipið var þá á Stakksfirði og áhöfn þess brást skjótt við og sendi kafara skipsins á staðinn til aðstoðar.
Kafararnir Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason voru snarir í snúningum og skáru tógið úr skrúfunni skömmu síðar.
Jón Smári Traustason, kafari.Áhöfn varðskipsins Týs. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson.Kafararnir Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason voru snarir í snúningum.