Kafarar Landhelgisgæslunnar steypa fyrir olíuleka El Grillo
Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á Þór hafa unnið að því að uppræta olíumengun frá El Grillo.
13.5.2020 Kl: 15:18
Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór hafa undanfarna daga unnið að undirbúningi steypuvinnu svo hægt sé að koma í veg fyrir olíuleka sem stafar frá flaki El Grillo í Seyðisfirði.
Skipið liggur á 32 metra dýpi á botni fjarðaris en síðastliðið haust varð lekans vart þegar kafarar séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar skoðuðu flakið. Í kjölfarið ákváðu stjórnvöld að verja fjármunum til að hægt væri að laga olíulekann.
Varðskipið Þór hélt frá Reykjavík fyrir viku og sigldi með áhöfn og búnað austur. Sjö kafarar taka þátt í vinnunni neðansjávar en í vikunni hefur verið unnið að því að skera rör og lagnir áður en steypuvinna hefst.
Aðgerð sem þessi er snúin. Kafað er frá vinnupramma og getur hver kafari unnið neðansjávar í um 20 mínútur. Að því búnu þurfa kafararnir tvívegis að gangast undir svokallaða afþrýstingu á leiðinni upp. Annars vegar í fimm mínútur og hins vegar í tíu mínútur. Vonir standa til að steypuvinna geti hafist á morgun en í dag hafa steypumót verið smíðuð.
Myndirnar tók Sævar Már Magnússon, bátsmaður á Þór og Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasveitar.
Sjö kafarar hafa unnið að verkefninu.RörUnnið er frá vinnupramma og skiptast sjö kafarar á að vinna verkið.Varðskipið Þór við bryggju á Seyðisfirði.Pramminn sjósettur.