UM OKKUR

Mannauður

Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg er fæddur í Reykjavík árið 1959. Hann var skipaður forstjóri Landhelgisgæslunnar í desember 2004 og tók við embættinu í ársbyrjun 2005. Georg er lögfræðingur að mennt. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1985 og lagði svo stund á framhaldsnám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Áður en Georg varð forstjóri Landhelgisgæslunnar gegndi hann embætti forstjóra Útlendingastofnunar, var settur lögreglustjóri í Reykjavík, var sýslumaður meðal annars í Vestmannaeyjum og Búðardal og settur dómari við Borgardóm Reykjavíkur.

Eftirfarandi skipa framkvæmdateymi Landhelgisgæslunnar:

  • Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
  • Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi
  • Bjarni Ágúst Sigurðsson, flugrekstrarstjóri
  • Fríða Aðalgeirsdóttir, fjármálastjóri
  • Guðríður Kristjánsdóttir, yfirlögfræðingur
  • Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri
  • Gunnar Flóvenz, gæðastjóri.
  • Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs
  • Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs
  • Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri

Skipuriti Landhelgisgæslunnar er ætlað að endurspegla utanumhald flókinna verkefna en undirstrika um leið miðlun upplýsinga, samskipti og samræmingu milli sviða og deilda. Það varpar skýru ljósi á ábyrgðarsvið kjarna- og stoðsviða og skilgreinir hlutverk Landhelgisgæslunnar samkvæmt lögum og samningum sem um starfsemina gilda.

 

 

Mannauðssvið veitir stjórnendum og starfsfólki ráðgjöf og aðstoð á sviði mannauðsmála og hefur umsjón með starfsþróun, ráðningum, miðlun upplýsinga til starfsfólks, þekkingaröflun og þjálfun innan Landhelgisgæslunnar, auk samningsgerðar við stéttarfélög og starfsfólk. Meginmarkmið einingarinnar eru:

  • Að viðhalda og fylgja eftir mannauðsstefnu LHG.
  • Frumkvæði og eftirfylgni með þróun mannauðsmála.
  • Að veita öðrum einingum LHG hámarks þjónustu með sem hagkvæmustum hætti.
  • Að vinna með stjórnendum að því að styrkja ímynd LHG.
  • Að aðstoða stjórnendur við að viðhalda ánægju starfsfólks og viðhalda góðri þekkingu.
  • Að viðhalda góðu aðgengi starfsfólks að þekkingu.
  • Að fylgja eftir markvissri þjálfun starfsfólks.
  • Að sjá til þess að móttaka nýs starfsfólks sé í góðum farvegi.
  • Að sjá til þess að unnið sé eftir kjarasamningum og viðeigandi samningum og annast samningagerð fyrir hönd Landhelgisgæslunnar á sviði mannauðsmála.

Mannauðssviði er stýrt af mannauðsstjóra sem heyrir beint undir forstjóra.

Mannauðsstefna Landhelgisgæslunnar

Siðareglur Landhelgisgæslunnar

Jafnréttisáætlun Landhelgisgæslunnar

Stefna og viðbragðsáætlun Landhelgisgæslu Íslands gegn einelti, ofbeldi og áreitni á vinnustað

Jafnlaunastefna Landhelgisgæslu Íslands

Umhverfis og loftslagsstefna Landhelgisgæslu Íslands