Loftför

TF-GNA

TF-GNA kom til landsins í apríl 2021

Árgerð: 2014

Gerð: Tveggja hreyfla þyrla af tegundinni Airbus Helicopters H225

Áhöfn: 2 flugmenn, 1 sigmaður, 1 spilmaður og 1 læknir, alls 5

Farþegar: 19

Hreyflar: Tveir Safran Makila 2A1 sem hafa 2100 hestöfl hvor í flugtaki

Hraði og drægi:

Hámarkshraði: 175 sjóm/klst (324 km/klst)

Hagkvæmur hraði: 142 sjóm/klst (263km/klst)

Hámarks flugdrægi: 613 sjómílur (1135 km)

Flugþol:

Hámarks flugþol í leit á hagkvæmasta hraða 5 klst, en annars tæpar 4 klukkustundir.

Stærð:

Mesta lengd á bol 16.79 metrar

Mesta lengd á skrúfuferli 16,2 metrar

Mesta breidd á bol 4 metrar

Mesta hæð á bol 4,97 metrar

Hámarks þyngd vélarinnar er 11 tonn

Sérútbúnaður:

Afísingarbúnaður (sem gerir kleift að fljúga í ísingu)

Fullkomnasta sjálfstýring sem völ er á. Fjögurra ása sem léttir flugmönnum flugið við erfiðar aðstæður

Tvöfalt björgunarspil (annað rafmagnsdrifið og eitt vökvadrivið til vara)

Hitamyndavél

Leitarljós

Vörukrókur er undir vélinni

Utanáliggjandi neyðarflotum sem blása upp við nauðlendingu í sjó