Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar (áður Sjómælingar Íslands) hefur gefið út sjávarfallatöflur frá árinu 1954. Í þeim er reiknaður tími og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, á Ísafirði, Siglufirði, Djúpavogi og Þorlákshöfn ásamt upplýsingum um tíma- og hæðarmun sjávarfalla í mörgum öðrum höfnum í landinu.
Einnig er gefið út Sjávarfallaalmanak. Þessar útgáfur er hægt að nálgast hjá:
Töflur yfir sjávarföll í Reykjavík og flóðbið annarra staða við Ísland gáfu Sjómælingar Íslands fyrst út árið 1954. Útreikningur taflnanna byggðist á athugun, sem gerð var af starfsmönnum Sjómælinganna á sjávarföllum í Reykjavíkurhöfn allt árið 1951. Áður höfðu birst í almanaki Þjóðvinafélagsins og í Sjómannaalmanakinu töflur yfir sjávarföll sem byggðust á athugunum er náðu yfir skemmra tímabil og gátu því ekki orðið eins nákvæmar. Fylgst hefur verið með sjávarföllum í Reykjavík nær óslitið síðan 1951 og grundvallast útreikningur töflunnar fyrir Reykjavík nú á greiningu sjávarfallanna (harmoniska) stuðla og meðalhæð sjávar allt tímabilið 1956 til 1989. Meðalsjávarhæð þess tímabils reyndist vera 2,182 m fyrir ofan 0 Sjómælinganna sem er 12,54 m undir koparplötu á norðvesturhlið hússins nr. 7 við Ægisgötu. Bent skal á að hæð áður nefndrar koparplötu er 10,718 m í hæðarkerfi Reykjavíkurborgar. Því er 0 þess hæðarkerfis 1,82 m ofan við 0 Sjómælinga Íslands.
Meðalstórstraumsflóð: 4,0 m
Meðalsmástraumsflóð: 3,0 m
Meðalsjávarhæð:2,18 m
Meðalsmástraumsfjara: 1,3 m
Meðalstórstraumsfjara: 0,2 m
Breytingar á veðri valda tilsvarandi mismun á útreiknuðum og raunverulegum sjávarföllum því að töflur yfir sjávarföll eru reiknaðar út miðað við meðalloftþyngd. Falli loftvog um 10 millibör má búast við hækkun sjávaryfirborðs um 0,1 m og öfugt. Blási af hafi og sé loftvog lág, mun sjávarhæðin vera meiri en taflan sýnir, og á hinn bóginn minni með frálandsvindi og hárri loftvog. Auk töflunnar fyrir Reykjavík eru töflur fyrir Ísafjörð, Siglufjörð og Djúpavog. Athuganir voru gerðar á árunum 1972-1973 fyrir Ísafjörð, 1976 fyrir Siglufjörð og 1977-1980 fyrir Djúpavog.
Reykjavík, Grindavík, Húsavík, Hvanney, Sandgerði, Skagaströnd, Vestmannaeyjar, Þorlákshöfn
Nánari upplýsingar um veður-, ölduspár er hægt að fá á vef Vegagerðarinnar og sjóveðurspá á vef Veðurstofu Íslands.