Ef þess er sérstaklega óskað að viðkomandi skip stöðvi ferð sína og eða athafnir eru fyrirmæli gefin um það um talstoð, en sé þvi ekki svarað er alþjoða merkið L gefið sem hljóðmerki, ljósmors eða með merkjaflaggi. Ef þeim merkjasendingum er ekki sinnt mun varðskip ítreka þær með lausum skotum úr fallbyssu, en gæsluloftar mun kalla á næsta varðskip sér til aðstoðar og bíða komu þess á flugi yfir viðkomandi skipi, með óslitinni eftirför. Hlýði skip ekki lausum aðvörunarskotum íslenskra varðskipa þá hafa yfirmenn þeirra, eftir aðstæðum eða samkvæmt nánari fyrirmælum, heimild til þess að þvinga fram vilja sinn með notkun fastra skota.