Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70% af raforkuþörf. Getur framleitt meira.
13.12.2019 Kl: 11:53
Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70% af raforkuþörf. Upp úr miðnætti tókst tæknimönnum að tengja skipið við Dalvík og nýta það sem rafstöð fyrir bæinn. Þetta er í fyrsta sinn sem varðskipið Þór er nýtt sem hreyfanleg aflstöð. Þór getur flutt 2 megavött af rafmagni í land en það er nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum. Önnur aðalvél skipsins er nýtt í rafmagnsframleiðslu en hún er um 6000 hestöfl. Spennirinn í landi er um 1600 kílóvött og því gæti skipið framleitt 400 kílóvött til viðbótar.
Við hönnun skipsins var horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis. Til þessa hafa rafmagnsdreifingaraðilar og veitufyrirtæki ekki talið unnt að tengjast skipinu fyrr en nú.
Spennirinn í landi er um 1600 kílóvött.