Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna ferðamanna í sjálfheldu

8. september, 2016

NULL

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá lögreglunni á Hvolsvelli nú rétt fyrir þrjú í dag um aðstoð þyrlu vegna þriggja ferðamanna sem voru í sjálfheldu á Eyjafjallajökli.

Fór þyrlan fljótlega í loftið og var komin á svæðið rúmlega fjögur. Lágu fyrir upplýsingar um að ferðamennirnir væru vel búnir en kæmust ekki leiðar sinnar.

Þyrlan kom ferðamönnunum þremur til bjargar en þá voru þeir orðnir heldur kaldir og blautir en í lagi að öðru leyti. Flutti þyrlan ferðamennina á Hellu.