Sjö útköll um helgina

14. ágúst, 2023

Þyrlur Landhelgisgæslunnar gerðar út frá Akureyri og Reykjavík.

13.8.2023 Kl: 11:08

Helgin hefur verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur sinnt sjö útköllum frá föstudegi. Á tíunda tímanum í gærkvöld var áhöfnin á TF-GNA kölluð út vegna mótorhjólaslyss norður af Vatnajökli. Þyrlan kom á staðinn um klukkan hálf ellefu og flutti þann slasaða á Sjúkrahúsið á Akureyri. Klukkan 00:30 barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól og var þyrlan þegar í stað kölluð út frá Akureyri að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Einn var fluttur slasaður á Sjúkrahúsið á Akureyri. Á sama tíma var óskað eftir þyrlu til að flytja einn slasaðan úr Flatey vegna falls og var áhöfnin sem var í Reykjavík kölluð út ásamt sjúkraflutningamanni frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið gerðar út frá Akureyri og Reykjavík um helgina. Á föstudag annaðist þyrlusveitin fjögur útköll og því eru útköll helgarinnar alls sjö talsins.Image00001_1692011507015Þyrlusveitin í útkalli um helgina. Image00005_1692011507027TF-GNA á flugi.