Nýr innsiglingarviti við Sæbraut í stað Sjómannaskólavitans

21. júní, 2019

Sjókort prentuð í morgun.

21.6.2019 Kl: 13:52

Nýr innsiglingarviti sem þjónar siglingu um Engeyjarsund,
til og frá gömlu höfninni í Reykjavík, verður formlega tekinn í notkun í dag
21. júní. Vitinn stendur við Sæbraut skammt frá Höfða. Á sama tíma verður
vitinn í Sjómannaskólanum, sem hefur þjónað sjófarendum síðan 1944, lagður
niður.

Landhelgisgæslan gefur út íslensk sjókort. Nýjar útgáfur af tveimur sjókortum sem
breytingin snertir voru prentuð í morgun hjá prentsmiðjunni Odda. Kortin sem um
ræðir eru nr. 362 Reykjavík og nr. 365 Hafnarfjörður-Akranes.

IMG_0133_crop

Ný útgáfa af sjókorti nr. 362 klár úr prentvélinni.

P362_200619_cmyk_10Landhelgisgæslan gefur út íslensk sjókort.

P365_200619_cmyk_10