Met slegið í fjölda útkalla þrátt fyrir að árið sé ekki á enda

12. desember, 2018

-Tölur fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins

12.12.2018 Kl 13:06

Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa
það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri.
Flugdeildin hefur því sett enn eitt metið í fjölda útkalla. Allt árið í fyrra
fóru loftför Landhelgisgæslunnar í 257 útköll en undanfarin ár hefur útköllunum
fjölgað frá ári til árs. Til samanburðar voru þau 160 árið 2011. Útköll fyrstu
ellefu mánuði ársins 2018 eru því 65% fleiri en allt árið 2011. Þá hafa útköll
í hæsta forgangi verið rúmur þriðjungur allra útkalla ársins en tölurnar benda
til þess að sjúkraflugi á land hafi fjölgað töluvert milli ára.
Fjölgun útkalla loftfara Landhelgisgæslunnar hefur það í för með sér að
löggæslu- og eftirlitsflug eru færri en oft áður.

TF LÍf í GrænlandiTF-LIF á Grænlandi

TF-SYN á flugi. Hún hverfur til annarra starfa á næsta ári.

TF-SIF sinnti nokkrum útköllum, meðal annars sjúkraflugi til Árósa.