Líf á Blómstrandi dögum

20. ágúst, 2018

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, tók þátt í hátíðarhöldum í Hveragerði.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, leit við á Blómstrandi dögum í Hveragerði í gær. Flogið var yfir bæinn áður en viðstöddum var sýnd ein hífing þar sem sigmaður Landhelgisgæslunnar var í aðalhlutverki. Að því búnu var lent á knattspyrnuvelli undir Hamrinum þar sem gestum og gangandi gafst kostur á að sjá þyrluna Líf og ræða við áhöfn hennar.

20180819_160753TF-LIF á Blómstrandi dögum. Ljósmynd: Magnús Pálmar Jónsson.