Köfunarnámskeið um borð í Þór

4. október, 2021

Tólf nemendur og fjórir leiðbeinendur taka þátt.

1.10.2021 Kl: 11:44

Um þessar mundir stendur yfir sameiginlegt köfunarnámskeið Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis og Ríkislögreglustjóra um borð í varðskipinu Þór. 

Tólf nemar og fjórir leiðbeinendur eru staddir á námskeiðinu sem tekur alls átta vikur og fer hluti þess fram um borð í varðskipinu. 

Afar mikilvægt er að viðbragðsaðilar standi saman að þjálfun sem auðveldar samhæfingu við flókin björgunarstörf.. Meðfylgjandi myndir sýna frá lífinu um borð í Þór.