Flugvél Landhelgisgæslunnar vísar tveimur skipum til hafnar

2. september, 2016

NULL

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF stóð tvö skip að meintum ólöglegum veiðum út af Austfjörðum í dag. Um er að ræða tvö skip sem eru á sæbjúguveiðum en samkvæmt reglugerð atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins eru sæbjúguveiðar bannaðar á svæði fyrir Austurlandi. Skipunum var vísað til hafnar þar sem skýrsla verður tekin af skipstjórum skipanna.