Leik- og grunnskólinn á Bíldudal heimsótti áhöfn Þórs
25.11.2022 Kl: 12:57
Í gær var fjölmennt en góðmennt um borð í varðskipinu Þór. Áhöfnin fékk góða heimsókn frá leik- og grunnskólanum á Bíldudal ásamt kennurum.
Nemendurnir voru sérlega áhugasamir um lífið um borð í varðskipinu en um þrjátíu nemendur auk kennara fengu að skoða skipið hátt og lágt.
Við hjá Landhelgisgæslunni þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Krakkarnir koma um borð.
Hópurinn um borð.