Áhöfn nálægs fiskibáts náði sambandi við bátinn sem staddur var djúpt austur af landinu. Þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipinu var þá snúið við.
18.8.2021 Kl: 14:53
Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Hafbjörg, á vegum
Slysavarnafélagsins Landsbjargar, voru kölluð út í morgun vegna báts sem datt
úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og svaraði ekki kalli stjórnstöðvar
Landhelgisgæslunnar. Að auki voru áhafnir fiskibáta í grenndinni og togara
beðnar um að halda á þann stað þar sem síðast var vitað um bátinn. Þegar merki frá fiskibátnum hætti að berast
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var hafist handa við að ná sambandi við áhöfn
hans en án árangurs.
Áhöfn nálægs fiskibáts náði sambandi við bátinn sem
staddur var djúpt austur af landinu. Þyrlu Landhelgisgæslunnar og
björgunarskipinu var þá snúið við. Báturinn var á mörkum langdrægs feril- og
fjarskiptakerfisins og við slíkar aðstæður getur það gerst að samband náist
ekki.
Landhelgisgæslan þakkar fiskiskipaflotanum á svæðinu og áhöfn
björgunarskipsins fyrir veitta aðstoð.