Utanríkismálanefnd Grænlands kom einnig á svæðið á dögunum.
1.12.2023 Kl: 11:31
Á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli er margt um manninn og nokkuð um gestakomur að undanförnu. Í gær var til að mynda tekið á móti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, sem kynnti sér þau mikilvægu verkefni sem unnin eru á varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar.
Guðrún kom fyrr í sumar í heimsókn á Reykjavíkurflugvöll þar sem hún kynnti sér landhelgihluta stofnunarinnar og þótti mikið til koma í báðum heimsóknum. Þá kom utanríkismálanefnd Grænlands einnig í heimsókn á svæðið á dögunum.
Fulltrúar Landhelgisgæslunnar, utanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra.
Utanríkismálanefnd Grænlands í heimsókn.