Baldur og Eir kölluð út vegna Blíðu

18. júní, 2019

Blíða SH-277 steytti á skeri skammt undan Stykkishólmi.

18.6.2019 Kl: 21:58

Um hádegisbil í
dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynningu um að fiskiskipið Blíða
SH-277 hefði steytt á skeri skammt undan Stykkishólmi. Fjórir voru um borð. Sjómælinga- og
eftirlitsskipið Baldur var umsvifalaust beðið um að halda á staðinn. Sömu sögu er
að segja um björgunarsveitina Berserki, sem er á vegum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, auk björgunarskipsins Bjargar.
Að auki voru nærliggjandi skip beðin um að halda á vettvang en fyrstu
bátar á staðinn voru björgunarbáturinn Gunna Sig frá Stykkishólmi og
fiskibáturinn Fjóla SH-007.

Rúmri
klukkustund eftir að tilkynning um strandið barst Landhelgisgæslunni var Baldur
kominn á vettvang og tók áhöfn hans að sér vettvangsstjórn. Til að gæta fyllsta
öryggis var TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, einnig beðin um að halda á
staðinn. Á fjórða tímanum var fiskiskipið farið að rétta sig af og skömmu síðar
var það komið á flot.

Samvinna allra
sem að verkefninu komu gekk með miklum ágætum og var fiskiskipið Blíða komið
til heimahafnar síðdegis.

20190618_142634Guðmundur Birkir Agnarsson, skipstjóri á Baldri, stýrir aðgerðum á strandstað. Við hlið hans situr Andri Leifsson.

IMG_2669Sjómælinga- og eftirlitsskipið Baldur á vettvangi. 

IMG_2657Blíða SH-277 strandaði um hádegisbil í dag en komst á flot síðdegis. 

IMG_2680_1560895351500Fyrstu bátar á staðinn voru björgunarbáturinn Gunna Sig frá Stykkishólmi og fiskibáturinn Fjóla SH-007.

64327251_10157464330067384_7217531836136685568_oMynd af strandstað, tekin úr TF-EIR.

20190618_143126Samvinna allra sem að verkefninu komu gekk afar vel. Myndir: Andri Leifsson.