Á dögunum tók áhöfnin á varðskipinu Þór þátt í æfingunni Arctic Guardian 2025 sem fór að þessu sinni fram í nágrenni við Tromsø í Noregi. Auk Landhelgisgæslunnar tóku systurstofnanir frá Kanada, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum þátt í æfingunni sem fór fram á vegum Arctic Coast Guard Forum sem leggur áherslu á samstarf þessara […]
Á dögunum tók áhöfnin á varðskipinu Þór þátt í æfingunni Arctic Guardian 2025 sem fór að þessu sinni fram í nágrenni við Tromsø í Noregi.
Auk Landhelgisgæslunnar tóku systurstofnanir frá Kanada, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum þátt í æfingunni sem fór fram á vegum Arctic Coast Guard Forum sem leggur áherslu á samstarf þessara sjö norðurskautsríkja á sviði leitar og björgunar. Að auki er einblínt á samstarf á sviði mengunarvarna og öryggismála.
Æfingunni var ætlað að styrkja samstarf ríkjanna sjö vegna viðbragða við atburðum sem kunna að koma upp á norðurslóðum. Bæði sjó- og loftför komu við sögu á æfingunni sem gekk með miklum ágætum.
Þá fundaði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, með forstjórum strandgæslna þeirra ríkja sem aðild eiga að Arctic Coast Guard Forum.