Ný útgáfa kortaskrár

8. apríl, 2025

Um borð í sérhverju skipi skulu vera opinber sjókort, prentuð og/eða rafræn (ENC). Sjókort eru sérhæfð kort ætluð til að mæta þörfum sjófarenda, en þau sýna m.a. dýpi, botngerð, lögun og einkenni strandar, hættur, sjómerki og staðsetningu og ljóseinkenni vita. Sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar uppfærir reglulega kortaskrá sem sýnir hvaða sjókort (og útgáfur þeirra) eru […]

Um borð í sérhverju skipi skulu vera opinber sjókort, prentuð og/eða rafræn (ENC).

Sjókort eru sérhæfð kort ætluð til að mæta þörfum sjófarenda, en þau sýna m.a. dýpi, botngerð, lögun og einkenni strandar, hættur, sjómerki og staðsetningu og ljóseinkenni vita.

Sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar uppfærir reglulega kortaskrá sem sýnir hvaða sjókort (og útgáfur þeirra) eru í gildi. 

Kortaskránni, ásamt öðrum útgáfum sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar, er ætlað að stuðla að öryggi siglinga á hverjum tíma.

Ný útgáfa kortaskrár hefur verið gefin út og má finna hana hér: Kortaskra_IS_Catalogue_of_Charts.pdf

Aðrar útgáfur og upplýsingar má einnig finna undir Siglingaöryggi á vefnum, sjá hér: Siglingaöryggi | Landhelgisgæsla Íslands