Þriðja útgáfa af Tilkynningum til sjófarenda komin út

26. mars, 2025

Landhelgisgæslan gaf í dag út 3.útgáfu ársins 2025 af Tilkynningum til sjófarenda. Útgáfan inniheldur tilkynningar nr. 18-25 þar sem finna má m.a. tilkynningu Reykjaneshafnar um að rekstri hafnaraðstöðu í Höfnum á Reykjanesi er hætt og höfnin lögð niður. Því til viðbótar eru viðbætur í sjókort, leiðréttingar í Vitaskrá sem og viðvörun vegna dufls við Grindavík. […]

Landhelgisgæslan gaf í dag út 3.útgáfu ársins 2025 af Tilkynningum til sjófarenda.

Útgáfan inniheldur tilkynningar nr. 18-25 þar sem finna má m.a. tilkynningu Reykjaneshafnar um að rekstri hafnaraðstöðu í Höfnum á Reykjanesi er hætt og höfnin lögð niður.

Því til viðbótar eru viðbætur í sjókort, leiðréttingar í Vitaskrá sem og viðvörun vegna dufls við Grindavík.

Útgáfu 3 má finna hér Tts_3_2025_18-25_26032025.pdf

Fyrri tilkynningar má einnig finna hér https://www.lhg.is/siglingaoryggi/tilkynningar-til-sjofarenda/