Fallbyssuæfing um borð í Þór

13. febrúar, 2025

Af og til þarf að rifja upp réttu handtökin þegar kemur að notkun á fallbyssunni um borð í varðskipinu Þór.

Fallbyssan á varðskipinu Þór er ekki í mikilli notkun, sem betur fer. Af og til þarf þó að rifja upp réttu handtökin þegar kemur að notkun fallbyssunnar. Á dögunum hélt áhöfnin á varðskipinu Þór fallbyssuæfingu og var skotum þá hleypt af fallbyssunni frá afturþilfari varðskipsins eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Fallbyssuæfing

Frá æfingunni.