Æfingin heppnaðist vel.
4.9.2024 Kl: 13:25
Varnaræfingunni Norður Víkingi 24 er lokið. Megintilgangur æfingarinnar var að æfa varnir mikilvægra mannvirkja, varnir sjóleiða umhverfis Ísland, leit og björgun, gistiríkjastuðning og samhæfingu stofnana. Norður Víkingur er reglubundin tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja.
Alls tóku um 1.200 manns þátt í æfingunni, þar af um 200 Íslendingar frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, Almannavörnum og öðrum stofnunum.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá Norður Víkingi 24.
Hugað að slösuðum í flugskýli 831. Mynd: Anton Brink.
Viðbrögð við fjöldaslysi fóru fram í flugskýli 831. Mynd: Anton Brink.
Viggó Sigurðsson og Marvin Ingólfsson. Mynd: Anton Brink.
Aðgerðir fóru fram á sjó.
Sigmaður sígur úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mynd: Anton Brink.
Þyrla Landhelgisgæslunnar og flutningaskipið Selfoss.
Leitað að sprengjum á Vogaheiði. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og liðsmenn Bandaríkjahers. Anton Brink.