Georg Lárusson setti Skrúfudaginn

19. mars, 2024

Fjölmetti sótti hinn árlega Skrúfudag Tækniskólans

19.3.2024 Kl: 10:15

Georg Kr. Lárusson, sett hinn árlega Skrúfudag Tækniskólans
sem haldinn var hátíðlegur um helgina.

Georg sagði stofnun Stýrimannaskólans árið 1891 vera eitt af
stóru framfaraskrefum í sögu þjóðarinnar. Hann sagði sögu menntunar sjófarenda
og sögu Landhelgisgæslunnar vera samofna.

,,Landhelgisgæslan var stofnuð 35 árum eftir að
Stýrimannaskólinn var settur á laggirnar og naut góðs af því öfluga starfi sem
þar var unnið. Án þeirrar þekkingar sem námið stuðlaði að hefðu stærstu
fullveldissigrar þjóðarinnar í Þorskastríðunum tæplegast unnist.“ Sagði Georg
sem bætti því við að Landhelgisgæslan hafi notið góðs af yfirburðaþekkingu og klókinda
áhafna varðskipanna þegar fiskveiðilögsagan var færð í 200 sjómílur.

,,Fagmennska hefur ætíð einkennt skipstjórnar- og
vélstjóranám á Íslandi. Þegar við hjá Landhelgisgæslunni tökum á móti okkar
helstu samstarfsþjóðum um borð í varðskipum Gæslunnar, vilja þær læra af okkur
og fá að vita hvernig íslenskir sjómenn starfa.

Við fáum spurningar um hvernig best skuli staðið að
siglingum hér í Norður-Atlantshafi við þær krefjandi aðstæður sem hér ríkja og
hvernig fara skuli að. Námið hér í skólanum leggur grunninn að svörunum við
þeim spurningum sem við miðlum af stolti.“ Sagði Georg

Löng hefð er fyrir því að starfsmenn Landhelgisgæslunnar
kynni starfsemi stofnunarinnar og var engin undantekning á því að þessu sinni.

Stýrimennirnir Anton Örn Rúnarsson og Elvar Már Sigurðsson stóðu
vaktina að þessu sinni og kynntu Landhelgisgæsluna fyrir fjöldanum öllum af
áhugasömu fólki sem leit við hjá þeim.

DSCF9496Georg Lárusson flutti upphafsávarp.

DSCF9756Frá Skrúfudeginum. 

Anton-OrnAnton Örn Rúnarsson stýrimaður með gestum.