Jólaandinn sveif yfir vötnum.
22.12.2023 Kl: 14:03
Jólaandinn sveif yfir vötnum um borð í varðskipinu Þór í desember þrátt fyrir að áhöfnin hefði í nógu að snúast. Þess var gætt að allir kæmust í hátíðaskap og venju samkvæmt var árlegt jólabingó um borð, glæsilegt jólahlaðborð og að sjálfsögðu kom óvæntur gestur í heimsókn til að gera stundina sem jólalegasta.
Stundin var hátíðleg.
Óvæntur gestur kom í heimsókn.
Gaman saman.