Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annast útköll frá Akureyri um helgina

11. ágúst, 2023

Tvö útköll það sem af er degi.

11.8.2023 Kl: 14:04

Þyrlusveit
Landhelgisgæslunnar annast útköll helgarinnar frá Akureyri og Reykjavík.
Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flýgur norður á Akureyri síðar í
dag þar sem hún verður til taks fram á sunnudag. Hin þyrluvaktin verður í
viðbragðsstöðu í Reykjavík.

Lögreglan
á Norðurlandi eystra óskaði eftir viðveru þyrlusveitarinnar um helgina því gert
er ráð fyrir fjölmenni á Norðurlandi, m.a. vegna Fiskidagsins mikla.
Viðbragðstími þyrlusveitarinnar verður styttri með þyrlunum staðsettum á
sitthvorum hluta landsins. Síðustu helgi voru þyrlurnar gerðar út frá Akureyri
og Vestmannaeyjum og gafst það vel.

Sem
stendur eru báðar þyrlurnar í útköllum þegar þetta er ritað. Um hádegisbil var
óskað eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna bráðra veikinda í Hornvík á
Vestfjörðum og á öðrum tímanum í dag var hin þyrlan kölluð út vegna
vélsleðaslyss við Langjökul. Þyrlan var á æfingu skammt frá, hélt strax á
vettvang og flutti tvo slasaða á Landspítalann.

Meðfylgjandi
eru myndir sem teknar voru á Reykjavíkurflugvelli fyrr í dag.

Helgi-rafnsHelgi Rafnsson, gerir sig tilbúinn til útkalls.

TF-GNA-gerd-tilbuin-til-ad-taka-a-loft-11.8.2023TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar.