Æfðu viðbrögð við því ef skipverji fellur útbyrðis

6. mars, 2023

Tveir úr áhöfn Þórs ,,féllu fyrir borð“ og var bjargað af félögum sínum skömmu síðar.

6.3.2023 Kl: 14:27

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði á
dögunum viðbrögð við því ef maður fellur fyrir borð. Æfingin fór þannig fram að
einungis fjórir úr áhöfn skipsins vissu af henni fyrirfram, þeir tveir sem létu
sig falla í sjóinn, skipherra og háseti sem tilkynnti að menn hefðu fallið
fyrir borð.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá
hvernig varðskipið fjarlægist mennina sem eru í sjónum hratt en handtök
áhafnarinnar á Þór voru snör þegar henni var tilkynnt að tveir væru í sjónum og
voru þeir komnir um borð í léttbát varðskipsins rúmum fjórum mínútum eftir að
hafa fallið í sjóinn.

Æfing sem þessi er afar mikilvæg
og gekk sérlega vel en hún fór fram í nágrenni Vestmannaeyja. 

Maður fyrir borð – æfing Myndband af æfingunni.

Image00005_1678113423978Skipverjarnir horfa á eftir varðskipinu Þór. 

Eirikur-BragasonEiríkur Bragason, yfirstýrimaður á Þór, stekkur í sjóinn.

Image00002_1678113423976Þór búinn að snúa við. Léttbáturin gerður tilbúinn að síðu skipsins. 

Image00003_1678113423990Mönnunum bjargað um borð í léttbátinn. 

Image00004_1678113424070Léttbáturinn hífður um borð í Þór. Mennirnir voru komnir um borð aftur rúmum fjórum mínútum eftir að þeir féllu í sjóinn.