Áhöfnin á varðskipinu Tý og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar héldu sameiginlegar æfingar.
29.4.2020 Kl: 15:48
Áhöfnin á varðskipinu Tý og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar héldu sameiginlegar æfingar í Húnaflóa í gær og í Skagafirði í morgun. Guðmundur St. Valdimarsson og Garðar Nellett voru með myndavélarnar á lofti og tóku þessar skemmtilegu myndir og myndskeið af æfingunum.
Æfingin fór fram í blíðskaparveðri. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson. Æfing Týr og EIR
Þrjár hífingar voru framkvæmdar úr sjó. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson.
Jóhann Eyfeld Ferdinandsson, sigmaður, fer um borð í varðskipið.Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson.
TF-EIR. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson.