Varðskipið Þór til taks í Ísafjarðardjúpi

10. desember, 2019

arðskipið Þór er til taks í Ísafjarðardjúpi ef á þarf að halda.

10.12.2019 Kl: 11:15

Varðskipið Þór er til taks í Ísafjarðardjúpi ef á þarf að halda en skipið
hefur sinnt eftirliti á hafsvæðinu umhverfis landið undanfarna daga. Þá eru
þyrlur Landhelgisgæslunnar sömuleiðis til taks í Reykjavík. Eins og gefur að
skilja er lítil skipaumferð á Vestfjörðum. Fjögur skip eru undir Grænuhlíð og
eitt tankskip er á leið fyrir Hornbjarg og fer suður með Vestfjörðum. 

Engin
skipaumferð er á miðunum norður af landinu en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
fylgist vel með skipaumferð umhverfis landið allt. 

Meðfylgjandi
myndbönd voru tekin af áhöfn varðskipsins Þórs  þegar skipið var út af
Dýrafirði snemma í morgun. Eins og sjá má var þá farið að hvessa hressilega á
Vestfjarðamiðum og gekk sjórinn yfir varðskipið.

Varðskipið Þór á Vestfjarðamiðum

Varðskipið Þór í vonskuveðri

Áhöfnin á varðskipinu Þór tók meðfylgjandi mynd.