Stoltenberg heimsótti Landhelgisgæsluna

13. júní, 2019

Forstjóri Landhelgisgæslunnar og framkvæmdastjóri varnarmálasviðs voru í hópi þeirra sem tóku á móti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins við komuna til landsins.

13.6.2019 Kl: 8:00

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kynnti sér meðal annars varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands í heimsókn sinni til Íslands fyrr í vikunni. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Jón B Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs LHG, og Guðrún Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri, voru í hópi þeirra sem tóku á móti Stoltenberg við komuna til landsins.

IMG_5863-Small-IMG_5877-Small-