Björgunarsveitir og Landhelgisgæsla leituðu í firðinum eftir að tilkynnt var um neyðarblys.
9.1.2019 Kl: 10:40
Stjórnstöð
Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra
um að neyðarblys hefði sést úti fyrir Skerjafirði skömmu fyrir hádegi í gær. Tvær
tilkynningar bárust lögreglu um neyðarblysið. Enginn bátur var þá í ferilvöktun í
firðinum en engu að síður var ákveðið að senda björgunarsveitir á vegum
Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Óðinn, eftirlitsbát Landhelgisgæslunnar,
til leitar í firðinum. Einnig var haft samband við flugumferðarstjóra í
Reykjavík til að grennslast fyrir um hvort neyðarblys hefði sést frá flugturninum í Reykjavík en svo reyndist ekki vera.
Björgunarbátur á vegum björgunarsveitarinnar Ársæls
var ræstur út til leitar frá Kópavogi og skömmu síðar bættist eftirlitsbáturinn
Óðinn við leitina. Á fjórða tímanum var leitinni hætt enda búið að ganga úr
skugga um að engin neyð væri til staðar í firðinum.