Næst var ísinn 12,5 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi.
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar hélt í eftirlitsflug út fyrir vestfirði í dag til að kanna stöðu hafíss við landið. Leiðangurinn staðfesti að hafís er óvenju nærri landi. Næst var ísinn 12,5 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Leiðangurinn staðfesti gervitunglamyndir og ískort fra dönsku veðursstofunni sem hafa gefið slíkt til kynna. Landhelgisgæslan telur ástæðu til að vara sjófarendur við þessari óvenjulegu nálægð hafíss við Ísland.