Fundur með danska sjóhernum varðandi öryggismál og áframhaldandi samstarf

Þriðjudagur 12. október 2010

Per Frank Hansen, sjóliðsforingi og yfirmaður 1. deildar danska sjóhersins átti í gær fund með Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar. Á fundinum var fjallað var um öryggismál, áframhaldandi samstarf og upplýsingamiðlun danska sjóhersins og Landhelgisgæslu Íslands á Norður Atlantshafi.

11102010_HeimsoknSOK
Halldór B. Nellett, yfirmaður aðgerðasviðs LHG, Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG,
Per Frank Hansen, sjóliðsforingi ásamt Gylfa Geirssyni, forstöðumanni hjá LHG.

1. deild danska sjóhersins er með höfuðstöðvar í Fredrikshavn en aðgerðarsvæði þeirra nær frá Norður Grænlandi, um færeyska hafsvæðið til Suður Danmerkur. Í vissum tilfellum teygist svæði þeirra til alþjóðlegra hafsvæða svo sem að Horni í Afríku og fjær. Verkefni þeirra eru sambærileg Landhelgisgæslunnar, löggæsla-, eftirlit og björgunarstörf.

11102010HeimsoknSOK2
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar þakkar Per Frank Hansen, sjóliðsforingja fyrir fundinn.

Áhafnarskipti dönsku varðskipanna fara að jafnaði fram á Íslandi og er þá tækifærið oft nýtt til æfinga með varðskipum og/eða flugdeild Landhelgisgæslunnar.

Á Norður-Atlantshafi eru verkefni 1. Deildar danska sjóhersins m.a. leyst með áhöfnum 24 varðskipa auk annara sjófara danska flotans á svæðinu. Eru þetta varðskipin THETIS, TRITON, VÆDDEREN og HVIDBJØRNEN, varðbáturinn TULUGAQ og varðskip af svokölluðum KNUD-klassa sem eru sérstaklega byggð fyrir siglingar á Norður Atlantshafi svo sem KNUD RASMUSSEN og EJNAR MIKKELSEN sem reglulega sjást í Reykjavíkurhöfn.

THET_KNUD_TULU

Hér sést varðbáturinn TULUGAQ ásamt varðskipunum KNUD RASMUSSEN og VÆDDEREN, myndin er tekin við Suður Grænland.

Einnig tilheyra deildinni eftirlitsskipin DIANA, FREJA, HAVFRUEN, NAJADEN, NYMFEN og ROTA, skólaskipin; ERTHOLM og ALHOLM, SVANEN og THYRA, umhverfiseftirlitsskipin GUNNAR THORSON, METTE MILJØ, MILJØ 102, GUNNAR SEIDENFA-DEN, MARIE MILJØ og MILJØ 101. Skip konungsfjölskyldunnar DANNEBROG og sjómælingaskipin BIRKHOLM og FYRHOLM, SKA 12, SKA 16, O-BÅD 1 og O-BÅD 2.

Varðskip danska flotans af THET tegundinni hafa frá árinu 1990 sinnt verkefnum víða um heim s.s. í Vestur Indíum, á Miðjarðarhafi, Suðaustur Asíu og Suðurafríku. Einnig hefur VÆDDEREN verið í fjarlægum verkefnum. Síðast tók varðskipið THETIS þátt í vernd skipalesta á Indlandshafi árið 2008.