Áhöfnin á TF-GRO var kölluð út vegna slyss í Keflavíkurdal fyrr í kvöld.
17.4.2020 Kl: 21:23
Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, kom slösuðum vélsleðamanni undir læknishendur á Akureyri á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og björgunarsveita vegna vélsleðaslyss í Eyjafirði fyrr í kvöld.
TF-GRO var komin á vettvang klukkan 20:20 og kom manninum undir læknishendur á Akureyri skömmu síðar en þyrlan lenti á þyrlupallinum við sjúkrahúsið stundarfjórðungi fyrir níu.
TF-GRO lendir á þyrlupallinum við sjúkrahúsið á Akureyri í kvöld. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.
Slysið varð í Keflavík í Eyjafirði.
Frá vettvangi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugvellinum á Akureyri.